þjónusta

ISO 9001

ISO 9001 er stjórnunarkerfisstaðall fyrir gæði.

Það er mikil áskorun fyrir skipulagsheildir að uppfylla tilgreindar kröfur og um leið að greina og uppfylla framtíðarþarfir og væntingar: ISO 9001 leggur grunninn að kerfisbundnu gæða- og umbótastarfi.

Stjórnunarkerfi byggt á ISO 9001 er grunnur fyrir stefnumótandi ákvarðanir skipulagsheilda og er tæki sem bætir árangur og tryggir að vörur og þjónusta uppfylli kröfur viðskiptavina og laga. Þetta skapar grunn að aukinni ánægju viðskiptavina.

Staðallinn er byggður á hinu vel þekkta PDCA líkani (Plan-Do-Check-Act) með áherslu á ferla, stjórnun áhættu og tækifæra ásamt skipulagðri markmiðasetningu og áætlunum sem stuðla að stöðugum umbótum.

ISO 14001

ISO 14001 er stjórnunarkerfisstaðall fyrir umhverfið.

Ein af stærstu áskorunum þessarar kynslóðar er sjálfbært samfélag í jafnvægi, sem setur ekki grunnþarfir komandi kynslóðar í hættu. ISO 14001 getur hjálpað skipulagsheildum að bæta kerfisbundið umhverfisframmistöðu sína og þróa viðskipti sín út frá lífsferlissjónarmiði. Stjórnunarkerfi byggt á ISO 14001 er tæki sem hjálpar skipulagsheildum að bera kennsl á umhverfisþætti sína og lagalegar og aðrar kröfur og stjórna ferlum sínum ásamt daglegum rekstri til að lágmarka umhverfisáhrif, hvort sem þau eru bein eða óbein.

ISO 45001

ISO 45001 er stjórnunarkerfisstaðall fyrir heilsu og öryggi.

Vinnuveitandi ber endanlega ábyrgð á því að tryggja öruggan vinnustað og koma í veg fyrir slæma heilsu, bæði hjá starfsfólki og öðrum sem starfa innan starfssvæðis skipulagsheildarinnar. Stjórnunarkerfi byggt á ISO 45001 hjálpar skipulagsheildum að greina kerfisbundið áhættur og hættur, koma í veg fyrir slys og lágmarka áhættu fyrir heilsu og öryggi. Stjórnunarkerfið auðveldar einnig að uppfylla og innleiða lög og kröfur tímanlega.

ISO 39001

ISO 39001 er stjórnunarkerfisstaðall fyrir umferðaröryggi.

Slys og atvik í umferðinni eru samfélagslegt vandamál sem leiðir til persónulegra þjáninga og mikils efnahagskostnaðar fyrir alla. Það er grunnurinn að núllsýninni, að við munum kappkosta að enginn deyi eða slasist í umferðinni. Stjórnunarkerfi byggt á ISO 39001 hjálpar skipulagsheildum að koma í veg fyrir umferðarslys á kerfisbundinn hátt og draga úr áhættu í umferðaraðstæðum.

ISO 27001

ISO 27001 er stjórnunarkerfisstaðall fyrir upplýsingaöryggi.

ISO/IEC 27001 er frábær rammi til að hjálpa fyrirtækjum að meðhöndla og vernda upplýsingaeignir sínar svo þær haldist traustar og öruggar. Það hjálpar þér stöðugt að meta og betrumbæta hvernig þú gerir þetta, ekki bara í dag heldur einnig í framtíðinni. Þannig verndar ISO/IEC 27001 skipulagsheild þína, orðspor þitt og eykur virði.
Staðallinn stuðlar að:
• Borin séu kennsl á áhættu fyrir upplýsingar skipulagsheildarinnar og þær lágmarkaðar
• Bæta orðspor og traust hagsmunaaðila
• Aukinni vitund um upplýsingaöryggi
• Lágmörkun á starfsmannatengdum upplýsingaöryggisbresti
• Vera stöðugt upplýst og hlíta viðeigandi lagakröfum

ISO/IEC 27701 er framlenging á ISO/IEC 27001 með áherslu á heilindi. Alþjóðlegur stjórnunarkerfisstaðall gefur leiðbeiningar um að vernda friðhelgi einkalífsins, þar á meðal hvernig stofnanir meðhöndla persónuupplýsingar og hjálpa til við að sýna fram á að farið sé eftir persónuverndarlögum um allan heim. Til þess að vera vottuð samkvæmt ISO/IEC 27701 þarf skipulagsheild einnig að hafa, eða vera vottað á sama tíma, samkvæmt ISO/IEC 27001. Það er ekki hægt að öðlast vottun samkvæmt ISO/IEC 27701 án þess að fá vottun samkvæmt ISO/IEC 27001.

SBcert er með umfangsmikið net samstarfsaðila innan upplýsingaöryggis og getur boðið reynda úttektaraðila á flest öllum starfssviðum og starfsgeirum. Allir okkar upplýsingaöryggis úttektaraðilar hafa trausta upplýsingatæknireynslu með sértæka hæfni á sviði netöryggis.

ISO 26000

ISO 26000 er leiðbeinandi stjórnunarkerfisstaðall sem hægt er að samþætta inn í öll stjórnunarkerfi til að gefa ráðleggingar um samfélagslega ábyrgð (SR-Social Responsibility) og samfélagsábyrgð fyrirtækja (CSR-Corporate Social Responsibility).

ISO 26000 er frábær rammi með leiðbeiningum um bæði rekstur og aðfangakeðjur, sem hjálpar skipulagsheildum við að takast á við og einbeita sér að samfélagsábyrgðarstarfi ásamt því að meta og betrumbæta stöðugt hvernig þetta er gert, ekki bara í dag heldur einnig um alla framtíð.

ISO 26000 sannprófun stuðlar að sterkari tengslum við samstarfsaðila, yfirvöld, fjölmiðla, birgja, hagsmunaaðila, viðskiptavini og samfélagið sem skipulagsheildin starfar í. Áhættustýring batnar og með henni minnka líkur á átökum við hagsmunaaðila og slæma umfjöllun.

Gott orðspor vekur einnig stolt meðal starfsmanna og gerir skipulagsheild þína aðlaðandi við ráðningar. Jafnvel þegar kemur að fjárfestum og fjármálafyrirtækjum getur valið verið auðveldara þegar fjárfest er í siðferðislega traustum skipulagsheildum.
Staðallinn inniheldur 7 grundvallarreglur sem liggja til grundvallar samfélagsábyrgðarstarfi og má líta á hann sem skyldubundna fyrir skipulagsheildir sem vilja innleiða allan ISO 26001.

Grunnreglur um samfélagslega ábyrgð:
• Ábyrgð skipulagsheildar á þeim áhrifum sem ákvarðanir hennar og starfsemi hefur á samfélagið og umhverfið
• Gagnsæi
• Siðferðisleg hegðun
• Virðing fyrir hagsmunaaðilum
• Virðing fyrir lögum og alþjóðlegum reglum
• Fylgni við alþjóðleg viðmið um hegðun
• Virðing fyrir mannréttindum

ISO 26001 inniheldur einnig 7 atriði til viðbótar sem skipulagsheildir geta valið, eitt eða fleiri, til að einbeita sér að:
• Stjórnarhættir
• Mannréttindi
• Vinnuaðstæður
• Umhverfi
• Ábyrgir viðskiptahættir
• Réttindi neytenda

Veldu áreiðanlegan norrænan vottunaraðila. SBCert er áreiðanlegur vottunaraðili með ríka áherslu á viðskiptavini!

Beiðni um tilboð