Um okkur

Scandinavian Business Certification er viðurkennd vottunarstofa í Svíþjóð. Þeir sem starfa og stjórna fyrirtækinu eru úttektaraðilar með reynslu af þeim atvinnugreinum sem til úttektar eru.

Fyrirtækið var stofnað árið 2014 af Ulf og Peter og frá upphafi var einn af hornsteinum okkar að vera áhrifaríkur birgi úttektarþjónustu með því að lágmarka umsýslu og hámarka áherslu á viðskiptavini. Sem viðskiptavinur munt þú hafa einn tengilið, úttektaraðilann þinn. Við skiljum þarfir viðskiptavina og gerum miklar kröfur til úttektaraðila okkar.

Starfsemi okkar hefur án raunverulegrar markaðssetningar vaxið úr því að vera með tvo úttektaraðila í um 30 í dag. Það gildir þó enn að við höfum skýra og gagnsæja verðlagningu og erum líklega með lægstu verðin á markaðnum. Viðskiptavinir okkar munu finna fyrir virðingu frá úttektaraðilum og öllum sem hjá okkur starfa og gera sér grein fyrir því að við aukum virði á okkar sértstaka hátt. Stjórnendur Sbcert sem samanstendur af 3 aðilum í dag eru allir úttektaraðilar sem skapar grundvallar skilning fyrir fyrirtækinu og væntingum viðskiptavina

SBcert er með fulltrúa í Svíþjóð, Noregi, Finnlandi, Þýskalandi og á Íslandi. Við útvegum alþjóðlega viðurkennda vottun samkvæmt ISO 9001, 14001, 45001, 27001 og 39001. Við erum líka, trúlega, stærsti birgir upplýsingaöryggisvottunar en það er, fyrir okkur, mikilvæg sylla.

Auk þessa erum við eini birginn veitir iðnaðarsértækar vottanir samkvæmt samningi við sænska landssambandið fyrir aðila sem endurvinna ökutæki og veitum vottun til Byggingasambandsins (samtök byggingariðnaðarins og vinnuveitenda), Málarasamtökin, Samtök uppsetningarmanna og flutningasamband Svíþjóðar. .